volker.contrast

Volker Otte, lögfræðingur mun annast umsóknir í opinbera sjóði frá Þýskalandi og Evrópu fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið.

Volker Otte, lögfræðingur er sérhæfður í umsóknum fyrir opinbera sjóði frá Þýskalandi og Evrópu fyrir kvikmynda, menningar- og listgeirann. Hann er fæddur 2. júlí 1962 í Hamborg Þýskalandi. Hann lærði lögfræði við Háskólann í Hamborg frá 1984 og útskrifaðist þaðan árið 1990. Hann lauk áframhaldandi námi í lögfræði í Berlín frá 1990 – 1993. Hann stofnaði meðal annarra, útvarpsstöð, SFB-Sender Freies Berlin, media watchdog Medienanstalt Berlin-Brandenburg (MABB) og starfaði einnig við lögfræðilega aðstoð og ráðgjöf á sérsviði í fjölmiðla og höfundarétti. Hann var lögfræðingur fyrir Ráðhúsið í Berlín árið 1993. Frá 1995 til 1999 starfaði hann sem yfirmaður lögfræðisviðs í þýska kvikmyndasjóðnum (Federal Film Board FFA). Frá 2000 til 2002 bar hann ábyrgð á lögfræðiráðgjöf og fjármögnun á kvikmyndum í fyrirtæki Wim Wenders, Neu Road Movies GmbH. Hann rekur nú óháða lögfræðiskrifstofu frá október 2002 sem sérhæfir sig í lögum og ráðgjöf fyrir Kvikmynda, fjölmiðla og listageirann, einnig að sækja um í sjóði og fjármögnun fyrir eftirtalda starfsemi. Hann hefur framleitt, fjármagnað tugi kvikmynda, fjölmiðla, menningar- og listaverkefni í yfir 15 ár.

Þjónusta & Sérhæfing / ráðgjöf, málflutningur og umsóknarþjónusta fyrir verkefni með opinberu fé. Lögfræðiskrifstofan veitir lögfræðilega ráðgjöf og sérhæfir sig eingöngu í lögum á kvikmyndum, fjölmiðlum og menningar- og listafjármögnun. Innan þessarar sérhæfingar er veitt full þjónusta. Flestir viðskiptavinir hafa frekari lagalegan ráðgjafa. Vegna sérhæfingar skrifstofunnar er oft mælt með þjónustu til viðbótar af öðrum lagalegum og skattaráðgjafar sem að er fyrir framleiðendur og framleiðslustjórnendur menningarverkefna. Þjónustan er við Þýska og alþjóðlega framleiðendur, samframleiðendur, fjárfesta og dreifingaraðila. Ennfremur annar þjónustan pólitískum ákvörðunum frá sjóðum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Þjónustan hentar uppbyggingu, skjalavistun og vinnslu kvikmynda, fjölmiðla og menningarverkefna sem eru fjármögnuð af þýskum og Evrópskum fjármögnunar- stofnunum sem eru starfsreknir frá Þýskalandi.