Miðbaugs- minjaverkefnið er alþjóðlegt farandverkefni listamanna sem skapa listaverk og nytjahluti frá endurnýttu efni úr sögulegum heimsminjum. Verkin verða sýnd á alþjóðlegum listasýningum fyrir mikilvægi umhverfis, réttlætis, frelsis og friðar. Á hverri sýningu er stefnt að því að hafa u.þ.b. 80-100 verk eftir 25 alþjóðlega listamenn og verða þau seld á uppboði í lok hverrar sýningar. Hluti af hverju seldu verki mun renna sjóð til að styrkja góð málefni og mannúðarmál á heimsvísu.

 

kynning

Christie’s uppboðshús er nafn og staður sem talar fyrir ótrúlega list, áður óþekkta þjónustu og þekkingu sem og alþjóðlegan töfraljóma. Fyrirtækið var stofnað árið 1766 af James Christie. Christie’s hefur síðan þá haldið mögnuðustu og stórkostlegustu uppboð í gegnum aldirnar. Þeir hafa kynnt fyrir fólki einstaka og fallega listmuni. Christie’s heldur 450 uppboð á ári hverju í yfir 80 flokkum, þar á meðal á öllum sviðum fínnar og skreytinga-listar, skartgripa, ljósmynda, safngripa, á víni o.fl. Verð er á bilinu frá 200 til yfir 100 milljóna dollara. Christie’s hefur einnig langa og farsæla sögu um að annast einka sölu fyrir viðskiptavini sína í öllum flokkum með áherslu á Post-War & Contemporary, impressjónistanna & Modern, Old Masters og Skartgripa. 

Christie’s hefur hug um að koma að verkefninu og ætlar að sjá um sölu á veraldarvefnum til hæstbjóðenda og uppboð í lokin á völdum listasýningum sem að Miðbaugs- minjaverkefnið kemur til með að halda í komandi framtíð.