isl.logo

Miðbaugs- minjaverkefnið er alþjóðlegt farandverkefni listamanna sem skapa listaverk og nytjahluti frá endurnýttu efni úr sögulegum heimsminjum. Verkin verða sýnd á alþjóðlegum listasýningum fyrir mikilvægi umhverfis, réttlætis, frelsis og friðar. Á hverri sýningu er stefnt að því að hafa u.þ.b. 80-100 verk eftir 20 alþjóðlega listamenn og verða þau seld á uppboði í lok hverrar sýningar. Hluti af hverju seldu verki mun renna sjóð til að styrkja góð málefni og mannúðarmál á heimsvísu.

Hugmyndina að Miðbaugs– minjaverkefninu má rekja til þess að Jóhann Sigmarsson hannaði og smíðaði rúm til eigin nota árið 2011. Í framhaldi af því fékk hann nokkrar fyrirspurnir um rúmið og smíðaði eitt slíkt eftir pöntun frá manni sem átti fimm ára brúðkaupsafmæli. Jóhann smíðaði einnig hillur, skrifborð og hægindastól með leðurpullum. Hann ræddi við nokkra aðila í sambandi við handverkið. Lítill hópur af fólki og fyrirtækjum myndaðist í kringum verkefnið.

Í maí 2012 sá Jóhann sjónvarpsfréttum að Faxaflóahafnir sf, voru hreinsa á brott ónýta bryggjudrumba vegna breytinga í Reykjavíkurhöfn. Hann velti fyrir sér hvort drumbarnir væru heilir og jafnvel góðir í húsgögnin.

wood.presentation

Jóhann fékk drumbana haustið 2012. Síðan hefur hann þurrkað og heflað um fjórðung þeirra með endurvinnslu í huga. Unnt er að nota gegnheilan viðinn til að handvinna húsgögn sem bera fallegan svip. Með endurnýtingu þessara gömlu drumba er stuðlað að umhverfisvernd og auk þess lifnar saga þeirra. Árið 1903 voru þeir nýttir í síldarbryggju sem síðar varð hluti Reykjavíkurhafnar þegar hún kom til sögunnar 1913. Við nánari athugun kemur í ljós að viðurinn mun hafa komið úr þýsku seglskipi sem fórst um 1890 í Faxaflóa. Brakið var dregið til Reykjavíkur og kaupmenn notuðu það í bryggjur. Árhringir trjánna gefa hins vegar til kynna að þau hafi staðið í 200 ár eða lengur þegar þau voru höggvin til skipasmíða.

Saga viðarins eykur gildi þess sem unnið er úr honum. Húsgögnin eru einstæð fyrir vikið. Meira en 300 ára gömul tré verða að nytjahlut og sagan er við fingurgóma þess sem snertir þau.Drumbarnir eru mjög heilir þótt þeir hafi verið meira en öld í sjónum. Þeir er af rauðviðtegund (e. Pinewood). Rauðviður er barrtré og er meðalaldur þeirra frá 100 -1000 ár. Elsta rauðviðartréið sem hefur fundist er um 4900 ára gamalt. Rómverjar byggðu mikið úr rauðviði og hann var t.d notaður í sökkla á húsum í Feneyjum.

Í ágúst 2013 var stofnað einkahlutafélag um hönnun, smíði og kynningu húsgagna og listaverka sem ber heitið 40.074KM ehf. Nafn fyrirtækisins er ummál jarðar um miðbaug.

Vegna þess áhuga sem húsgögnin úr hinum gamla við í Reykjavíkurhöfn vöktu kviknaði hjá Jóhanni hugmynd um að þróa verkefnið enn frekar. Hann nýtti sér tengsl erlendis, einkum í Þýsklandi. Fékk hann vilyrði fyrir gömlum drumbum úr Hamborgarhöfn og broti úr Berlínarmúrnum. Hann ætlar að skapa listaverk úr þessum minjum í samvinnu við þýska listamenn. Ætlunin er að velja sögufræga staði eða mannvirki um heim allan og fá heimild viðkomandi yfirvalda til að skapa stöðunum nýja vídd með gerð nytjahlutar eða listaverks úr minjum sem tengjast staðnum.

Hamborgarhöfn

 adkoma.small

 • hamburg.myndir.small

  Frá vinnuferð vegna gamalla drumba úr Hamborgarhöfn. Vilyrði fengust fyrir þremur tegundum af gömlum við sem var í höfninni. Hamborgarhöfn heldur upp á 825 ára afmæli í ár.

   

  Berlínarmúrinn

  wall3.bw

  3.wall.small

  Árið 2014 verða 25 ár liðin frá falli Berlínarmúrsins. Mikil saga tengist honum bæði úr austri og vestri.  Með endurvinnslu á múrnum verður fengist við minjar heimssögulegra viðburða. 

  oslo

  Miðbaugs- minjaverkefnið í samvinnu við Menntamálaráðuneyti Noregs og Ríkiseignir & framkvæmdir  Noregs fékkst leyfi til að nýta efni frá rústum úr Höfuðstöðvum Norsku Ríkistjórnarinnar  sem eyðilagðar voru í hryðjuverkaárásum Anders Behring Breivik 2011.

  Hryðjuverkaárásirnar (einmana úlfur) í Noregi þann 22. júlí 2011 voru tvær gegn norskum stjórnvöldum í Osló og í Útey á óbreyttum borgurum og launafólki, Youth League í sumarbúðunum. Alls fórust 77 manns í árásunum. Sprengju var komið fyrir í bíl í Osló Sprengjan var gerð úr blöndu af áburði og olíu og sett í skottið á bíl. Bíllinn var settur framan við byggingu skrifstofu forsætisráðherra Jens Stoltenberg og önnur húsnæði á vegum noskra stjórnvalda. Sprengingin drap átta manns og særði að minnsta kosti 209 manns, tólf alvarlega. í Útey voru 69 manns, aðallega unglingar, skotnir til bana í hryðjuverkaárás hægriöfgamannsins Anders Behring Breivik sem var dulbúinn sem lögreglumaður.

  Það var ákveðið að gefa efni í verkefnið til að endurvinna það í listmuni og nytjahluti. Við viljum undirstrika í raun tilgangsleysi og íllgirni hryðjuverka sem bitnar á saklausu fólki. Listhópurinn mun vinna nokkur samtvinnuð verk úr rústunum í samvinnu við norska listamenn.

  OLYMPUS DIGITAL CAMERA

  Miðbaugs- minjaverkefnið hefur fengið leyfi til að nýta minjar til að endurvinna og skapa listaverk frá Hiroshima-borg í Japan sem tengjast kjarnorkuárás Bandaríkjamanna árið 1945. Japanska sendiráðið á Íslandi og Hr. Tatsukuni UCHIDA konsúll voru okkur innan handa um leyfisveitingu minjanna. Við munum vinna minjarnar í samvinnu við japanska listamenn. Gjöfin til verkefnisins eru 20 steinar úr þakinu frá dómkirkjunni Genbaku í Hiroshima-borg. Kjarnorkusprengjan sprakk fyrir framan kirkjuna ofan jarðar og steinarnir fundust yfir 30 árum seinna í ánni Motoyasu. Blómið Oleander er nú táknmynd fyrir Hiroshima borg þar sem það var fyrst til að blómgast eftir sprenginguna 1945. Hópurinn mun einnig skapa blómið úr steinunum og kynna nýtt friðartákn fyrir umheiminum.

  Um haustið í Hiroshima var það sagt “Í Sjötíu og fimm ár ekkert fær að vaxa” 

  Nýjir rósarhnappar urðu til. Gróðurinn lifnaði aftur. Við rústirnar og hörmungarnar. Fólk jafnaði sig.

  Lífsvonir þeirra og hugrekki.

  TIME STOPPED BY ATOM BOMB

  HIROSHIMA SPRENGINGIN. KLUKKAN STOPPAÐI 8:15 UM MORGUNINN, 6. ÁGÚST 1945,

  SÉST Á ÚRI SEM FANNST Í RÚSTUNUM Á ÞESSUM ÖRLAGARÍKA DEGI.

  MYND / SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR

  9/11 Tvíburaturnarnir & Sjálfstæðisbarátta Bandaríkjana (1775 – 1783)

  port.ny.njVið erum að óska eftir leyfi til að fá að nota efni frá Hafnaryfirvöldum í New York og New Jersey. Við höfum komið með tillögur í samvinnu við Hr. Hlyn Guðjónsson ræðismann og Aðalræðisskrifstofu Íslands fyrir efni frá sjálfstæðisbaráttu bandaríkjamanna (1775-1783), þegar að Bandaríkin fengu sjálfstæði frá Bretlandi og frá 9/11 hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna 2001.

  FANGA- ÞRÆLKUNARBÚÐIRNAR GULAG

  gulag.web

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

  Miðbaugs- minjaverkefnið vinnur nú að því fá efni frá fyrrum Sovésku fangabúðunum sem kenndar eru við Gulag til að endurnýta í listaverk.

  colosseum.web

  HRINGLEIKAHÚSIÐ COLOSSEUM

  Miðbbaugs- minjahópurinn vinnur nú að því að fá minjar frá Hringleikahúsinu Colosseum, einnig þekkt sem Flavian Amphitheatre (Latína: Amphitheatrum Flavium; ítalska: Anfiteatro Flavio eða Colosseo) er sporöskjulaga hringleikahús í miðri Róm á Ítalíu, þar börðust bæði stríðshetjur og glæpamenn við ljón fyrir lífi sínu. Colosseum er heimsþekkt helgimynda tákn úr Rómverska heimsveldinu.


  buddha.web

  BÚDDARNIR frá BAMIYAN-DAL

  Búddarnir af Bamiyan voru tvær styttur byggðar 6. öld sem ristar voru inn kletta í Bamyan-dal í Afganistan, norðvestur af Kabúl. Stytturnar eru blandaður stíll frá Gandhara-list. Þær voru meitlaðar beint í klettana og voru gerðar úr leir, leðju sem var blandaður með hálmi.

  Allt varð þetta kveikjan að verkefni sem fékk nafnið: Miðbaugs– minjaverkefnið  (e. Equator Memorial Project). 

  Eftir að við höfum safnað öllu sögulega efninu saman þá förum við að setja niður umgjörð á framkvæmd sýninganna. Markmiðið er að stækka alþjóðlegan hóp listamanna og starfsfólks sem nú eru til staðar sem ferðist milli landa, smíði nytjahluti og skapi listaverk úr sögulegum minjum. Á viðkomandi svæðum þar sem heimild fæst til endurvinna listmuni úr minjum verði stofnað til tengsla við skapandi heimafólk og fyrirtæki. Þegar verkefni er lokið verði efnt til sýningar á minjastaðnum eða nágrenni hans. Áætlað er að setja upp 10 listasýningar um allan heim til ársloka 2019 fyrir mikilvægi umhverfis, réttlætis, frelsis og friðar.

  Vegna verkefnisins verði til fáeinir, númeraðir nytjahlutir eða listaverk sem tengjast minjastaðnum. Að baki hverjum hlut sem er sjálfstætt listaverk stendur nafngreindur listamaður og í hverju tilviki er saga verksins og upprunatengsl þess rakin. Ljóð verða rituð um heildina og heimildamynd gerð um ferlið. Verkin verða seld bæði á veraldarvefnum til hæstbjóðenda og á uppboðum í lok á völdum sýningum. Hluti af hverju seldu verki mun renna í sjóð til að styrkja góð málefni og mannúðarmál á heimsvísu. Númeraðar eftirprenntanir verða gerðar af ljósmyndum af völdum verkum og gefin verður út ljósmyndabók með safni listaverka í lok Miðbaugs-minjaverkefnisins sem seldar verða í sama tilgangi.

  Verkefnið þykir mjög sérstakt og nýjar hugmyndir koma fram varðandi umhverfið s.s. í endurvinnslu á rústum sögulegra heimsminja sem endurfæðast svo í nýrri sögu í formi hönnunar og listar. Hér er um að ræða verkefni sem teygir anga sína yfir fjórar heimsálfur. Í júní 2014 fékk Miðbaugs- minjaverkefnið alþjóðlega vottun frá UNESCO sem fer með skráningu heimsminja og eftirlit með varðveislu þeirra.

   

  harpa

  Harpa ráðstefnu & tónlistarhús í Reykjavík sýnir safn af listmunum frá Miðbaug- minjaverkefninu þann 8. desember 2016 næstkomandi, þegar að formlega eru liðin 60 ár frá upphafi stjórnmálasambands Íslands og Japans. Sýningin verður á öllum hæðum og á móttökusvæði Hörpu í samstarfi við Japanska sendiráðið á Íslandi.

  un

  Miðbaugs- minjaverkefnið í samvinnu við alþjóðlegu UNESCO stofnunina mun sýna safn á listmunum verkefnisins í höfuðstöðvum UNESCO í París. Ekki hefur verið sett niður nákvæm tímasetning á sýninguna, en gera má ráð fyrir að hún verði á næstu þremur árum í komandi framtíð.

  virðing

   

   

  LISTAMAÐUR VERKEFNISINS

  Jóhann Sigmarsson listamaður og kvikmyndagerðarmaður stóð að stofnun fyrirtækisins 40.074KM EHF. Hann er frumkvöðull og hugmyndasmiður að Miðbaugs- minjaverkefninu. Hann hefur verið síðastliðin tvö ár að þróa Miðbaugs- minjaverkefnið og undirbúa grundvöll fyrir framkvæmd þess. Hann er ábyrgur fyrir að safna sögulegum heimsminjum og rústum saman í samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í viðkomandi ríkjum, jafnframt því að finna alþjóðleg fyrirtæki og samstarfsaðila til að taka þátt í listaverkefninu. Hann verður einn af kjarna í alþjóðlegum hópi listamanna og mun annast hönnun, teiknun, smíði nytjahluta og sköpun listaverka fyrir það. Jóhann er fæddur í Reykjavík 1969. “Óskabörn Þjóðarinnar er hans þriðja kvikmynd í fullri lengd. Ein Stór Fjölskylda er önnur og Veggfóður er frumburðurinn hans, en hún er ein af vinsælustu kvikmyndum sem gerðar hafa verið á Íslandi. Ferill hans byrjaði 1988 hjá sjónvarps-kvikmyndagerðinni + Film ehf. Frá 1988 – 2002 hefur Jóhann komið að 500 – 600 tónlistarmyndböndum, sjónvarpsþáttum, stuttmyndum og kvikmyndum. Hann hafði vinnustofu í Reykjavík frá 1989 -1992 þar sem hann málaði og skapaði járnskúlptúra. Jóhann byrjaði að skrifa Eina Stóra Fjölskyldu, ásamt því að stofna Stuttmyndadaga í Reykjavík 1992. Hugmyndin var að skapa vettvang fyrir unga kvikmyndagerðarmenn sem gætu sýnt verk sín og deilt hugmyndum með reyndari kvikmyndagerðarmönnum, ásamt því að skapa meiri áhuga á kvikmyndagerð almennt meðal ungs fólks. Þar hafa nokkrir af okkar yngri kvikmyndagerðarmönnum stígið sín fyrstu skref sem síðar hafa rakað inn verðlaunum á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum fyrir stutt- og kvikmyndir sínar, þ.á.m. Un Certain Regards í Cannes. Jóhann var heiðraður fyrir að hafa sett á stofn Stuttmyndadaga í Reykjavík af mennta- og menningarmálaráðherra árið 2001.

  Fyrir aðra kvikmyndina í fullri lengd ”Ein Stór Fjölskylda” er Jóhann handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri. British Film Institute “kvótaði” að kvikmyndin væri ein af mikilvægustu “költmyndum” sem gerð hafi verið í íslenskri kvikmyndagerð. Hann kláraði þriðju kvikmynd sína í fullri lengd “Óskabörn Þjóðarinnar” árið 2000. Handritið var styrkt af Evrópska Handritssjóðnum og kvikmyndasjóði Íslands fyrir gerð kvikmyndarinnar. Myndin er sú eina í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar sem skartar öllu kvikmyndagerðarfólkinu sem útnefnt hefur verið til Óskarsverðlaunanna frá Akademíunni. Jóhann hefur alltaf gefið út tónlistina úr kvikmyndunum sínum með hinum ýmsu hljómsveitum og tónlistarmönnum undir merkjum Smekkleysu. Kvikmyndir hans hafa farið víða á kvikmyndahátíðir um allan heim og verið dreift í kvikmyndahús, sýndar á sjónvarpstöðvum, komið út á myndböndum og mynddiskum alþjóðlega. Jóhann var meðstofnandi að Kvikmyndafélagi Íslands ehf 1991. Hann framleiddi síðustu kvikmyndina sína Óskabörn Þjóðarinnar undir Íslensku Kvikmyndasamsteypunni ehf. Jóhann Sigmarsson bjó í Berlín frá 2001 – 2011 þar sem hann vann m.a að kvikmyndahandritunum, Gentleman Alone, Skarð og Kaleikur. Öll þrjú handritin eru kvikmyndir í fullri lengd sem eiga eftir að fara í framleiðslu. Þau eru styrkt af Nipkow sjóðnum sem styrktur er frá Evrópusambandinu, Kvikmyndasjóðnum í Berlín Brandenburg, Norræna kvikmynda & sjónvarpssjóðnum.

  Menntun: 1985 – 1986 – Iðnskólinn í Reykjavík – Grunndeild Málmiðnaðar, 1986 – 1987 – Iðnskólinn í Reykjavík – Tækniteiknun, 1988 – 1990 – Myndlistaskólinn í Reykjavík – Málun og listasaga.

  Einka og samsýningar: 1992 – 900 teikningar og myndsöguborð á Mokka Reykjavík, einkasýning. 2011 – Hugmyndir fyrir samsýningu, End of Psüch Galerie Melike Bilir í Hamburg. 2012 – Fuglinn í Fjörunni – Hamfarir og spjöll í náttúrunni. Dauði Sýningarsalurinn í Reykjavík, einka sýning. 2013 – Listin að vera Íslendingur. (e. The Art of Being Icelandic) Samsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samstarfsverkefni við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Handunnin og sérhönnuð húsgögn úr endurnýttum við úr Reykjavíkurhöfn sem byggð var á milli 1913-1917. 2013 – Saatci Gallery – “Hægindastóll – Handverk” Vöruheiti: Andagjöf (e. The Gift of the Spirit) eftir Jóhann Sigmarsson. Stóllinn var valin á WAN The World Interiors News Annual Awards 2013. 2014 – Hægindastóllinn; Andagjöf (e. The Gift of the Spirit), fékk viðurkenninguna “Runner-up for A’Design Award” og skrifborðið, EitthvaðYfir (e. SomethingRegal) eftir Jóhann Sigmarsson var valið “A’Design Winner” í flokki húsgagna á The A’Design Award & Competition, alþjóðlegri hönnunarkeppni í Mílanó. 2014 – Broletto di Como, Piazza Del Duomo, 22100, Como á ítalíu – samsýning.

  Stofnun, meðstofnun fyrirtækja og annarra samtaka eða hátíða: 1991 – Meðstofnun Kvikmyndafélags Íslands ehf 1992 – Stofnun Stuttmyndadaga í Reykjavík.1992 – Meðstofnun og verndari, Hitt Húsið. Hitt Húsið var opnað árið 1991, menningar- og upplýsingarmiðstöð þar sem ungu fólki er veitt ýmis aðstoð og ráðgjöf, t.d. ráðgjöf til að koma hugmyndum sínum til framkvæmdar.1992 – Meðstofnun, Óháða Listahátíðin í Reykjavík. 1997 – 2000 – framleiðandi fyrir Íslensku Kvikmyndasamsteypuna ehf. 2001 – Stofnun SR ehf. 2013 – Stofnun 40.074KM ehf. 2013 – Frumkvöðull af Miðbaugs- minjaverkefninu, alþjóðlegu farandverkefni listamanna.

  Kvikmyndir í fullri lengd:1992 – Veggfóður, handritshöfundur, annar leikstjóri og framleiðandi, 1995 – Ein Stór Fjölskylda, handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi, 2000 – Óskabörn Þjóðarinnar, handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Kvikmyndaverkefni í fullri lengd í undirbúningi:
  Gentleman Alone, handritshöfundur, Vegurinn, handritshöfundur, Kaleikur, handritshöfundur.

  STAÐFEST ALÞJÓÐLEGT GESTA LISTAFÓLK SKAPANDI FYRIR VALDAR LISTASÝNINGAR; Steingrímur Eyfjörð (IS), Jón Adólf Steinólfsson (IS), Halldór Ásgeirsson (IS), David Walker (UK), Charles Chambata (ZM), Josemaría De Churtchaga (ES), Daniel de Isabel (ES), Kjell Erik Killi Olsen (NO), Gabriel Sobin (FR), Jean-Ulrick Désert (HT), Bruno Walpoth (IT), Antonia Puscas (DE) og Vytautas Narbutas (LT).

  Við höfum þegar haft samband við eftirfarandi gesta listafólk sem að boðið hefur verið að skapa fyrir verkefnið; Pia Ranslet (DK),  Tal R (DK), Atsuo OKAMOTO (JP), Ikki MIYAKE (JP), Aiko TEZUKA (JP), Ragnar Kjartansson (IS), Bernar Venet (FR), James Mcnabb (US), Øystein Dahlstrøm (NO), Christian Boltanski (FR) og Zurab Tesereteii, (RU).

  TEYMi: Tómas Þorvaldsson (IS) hdl, verður með lögfræðiráðgjöf og samningagerð fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið. Jóhann Sigmarsson (IS) listamaður og kvikmyndagerðarmaður stóð að stofnun fyrirtækisins 40.074KM EHF, og er frumkvöðull að Miðbaugs- minjaverkefninu. Hann mun annast umsjón, bréfaskriftir, almannatengsl, hönnun, teiknun, smíði húsgagna og listaverka, hönnun kynningarefnis og ýmis önnur störf við verkefnið.Aasa Charlotta Ingerardóttir (SE) ljósmyndari hefur fylgt verkefninu frá upphafi og tekið ljósmyndir af ferlinu allt frá fyrstu spýtu. Hún hefur tekið ljósmyndir í yfir tuttugu ár. Hún mun halda áfram að mynda heimildina í samvinnu við Miðbaugs- listhópinn. Gunnar Gunnarsson (IS) hagfræðingur er framkvæmdastjóri fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið, Volker Otte, (DE) lögfræðingur er sérhæfður í umsóknum í opinbera sjóði í Þýskalandi og Evrópu fyrir kvikmynda, menningar- og listgeirann. Hann mun annast umsóknir fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið í þýska sjóði. Mattias Koch (DE) er verkefnafulltrúi í Þýskalandi, Paulus Fugers (NL) er í sýningarstjórn, Matthias Krause (DE) er þjónustustjóri fyrir vinnustofu og við listamenn, Björn Bjarnason (IS), fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra er ráðgjafi á Miðbaugs- minjaverkefninu fyrir Jóhann Sigmarsson.  Loren Sopčákova (CZ), ljósmyndari, Robert Carrithers (US) er kynningar- og sýningafulltrúi, Jón Proppé (IS) er sýningarstjóri fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið, Pascal Lainé (FR) er yfirmaður sýningastjórnar, Thomas Martin Hansen (DK) er þjónustustjóri hönnunar, Ole Rydal (DK) er hönnunarstjóri, Henrik Hartberg (NO) er þjónustustjóri fyrir prentefni, Josemaría De Churtchaga (ES) er arkitekt fyrir uppsetningar á listasýningum, Joost Verheij (NL) er þjónustustjóri fyrir ramma og umgjarðir listaverka, Glúmur Baldvinsson (IS) er verkefnastjórnandi og mun vinna með teyminu að framkvæmdinni.

  Marteinn Þórsson (IS) kvikmyndagerðarmaður mun stýra heimildamynd (Sagan á Bakvið Söguna) í fullri lengd um Miðbaugs- minjaverkefnið. Hlín Jóhannesdóttir kvikmyndagerðarkona og 40.074KM EHF (IS) er framleiðandi heimildamyndarinnar, meðframleiðendur eru Elvira Geppert & GEPPERT PRODUCTION (DE) og Joost Verheij, Doc.Eye Film V.O.F. (NL).

  SKRIFLEGAR YFIRLÝSINGAR FRÁ STOFNUNUM & FYRIRTÆKJUM V/ VERKEFNISINS:

  Meðmælabréf / Mennta- og menningamálaráðuneytið. Meðmælabréf / Alþingi. Vilyrðabréf /Íslandstofa. Meðmælabréf / ÍSLENSKA UNESCO- NEFNDIN. Alþjóðleg stuðningsyfirlýsing UNESCO og vilyrðabréf fyrir sýningu í Höfuðstöðvum UNESCO í París. Samningur við Hamburg Port Authority um gjöf drumba úr Hamborgarhöfn. Meðmælabréf / Franska Sendiráðið. Viljayfirlýsing um listasýningu í Hörpu í samvinnu við Japanska sendiráðið á Íslandi. Yfirlýsing um enga geislavirkni í steinum frá (A sprengju) Hiroshima / Hiroshima Peace Memorial Museum.

  Ljósmyndir: Aasa Charlotta Ingerardóttir & Jóhann Sigmarsson fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið, Halldór Ásgeirsson, Wilkipedia, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Christie’s, Hiroshima Peace Memorial Museum. 
  Ritað efni; Jóhann Sigmarsson & Björn Bjarnason fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið, Wilkipedia, Faxaflóahafnir sf, Christie’s, Hiroshima Peace Memorial Museum.
  Þýðendur: Jóhann Sigmarsson, Björn Bjarnason, Martin Regal, Mattias Kogh, Jón Proppé & Tómas Þorvaldsson.
  Vefur: Hönnun & uppsetning: Jóhann Sigmarsson 
  black.line