hamborgarhofn

 

HAMBORGARHÖFN

 

Miðbaugs- listhópurinn fékk gamla drumba úr Hamborgarhöfn. Hópurinn ætlar að vinna húsgögn og listaverk úr þessum minjum í samvinnu við þýska listamenn í sumar. Vilyrði fengust fyrir þremur tegundum af gömlum við sem var í höfninni. Hamborgarhöfn heldur upp á 825 ára afmæli í ár.

 

Hamborgarhöfn (Hamburger Hafen) er staðsett 110 kílómetra frá munni Elbu sem rennur út í Norðursjó. Hún er stærsta höfn í Þýskalandi, þriðja uppteknasta höfn í Evrópu og ein af fimmtán stærstu í heimi. Hún er oft kölluð hliðið að heiminum.