steingrimur3.web

Steingrímur Eyfjörð listamaður mun annast hugmyndavinnu, teiknun, hönnun og skapa listaverk úr heimsminjunum. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum 1978 og lagði stund á framhaldsnám í Ateneum í Helsinki (1980) og Jan Van Eyck Akademíunni í Maastricht í Hollandi (1983). Hann hefur um árabil verið einn af athyglisverðustu og virkustu myndlistarmönnum á Íslandi. Steingrímur á að baki yfir hundrað einkasýninga og samsýninga, á Íslandi og erlendis, m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Gerðarsafni, Listasafninu á Akureyri, Den Haag Gemeente Museum, Royal College of Art (London), Mücsarnok (Budapest), Centre International d’Art Contemporain (Carros, Frakklandi), Meilahti Art Museum, (Helsinki), Henie Onstad Kunstcenter (Osló) og Feneyjartvíeyringnum. Hann var tilnefndur til Carnegie Art Award 2004 og aftur 2006 og hlaut Menningarverðlaun DV fyrir myndlist árið 2002.

red.line