OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Robert Carrithers er sýningarstjóri fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið og mun vinna náið með listafólkinu að sköpun listaverkanna. Hann mun velja verkin og túlka gripina, jafnframt því að vera ábyrgur fyrir að skrifa sýningaskrár og annað efni sem tengjast kynningu fyrir listasýningarnar. 

Carrithers er bandarískur ríkisborgari frá New York. Hann er sýningarstjóri, vídeó-listamaður, kvikmyndagerðarmaður, silkiprentari og ljósmyndari sem sérhæfir sig í nærmyndum af neðanjarðar menningu, utangarðsfólki og einstökum persónuleikum. Robert hefur starfað við vídeó-innsetningar með vel þekktum listamönnum. Hann hefur verið sýningarstjóri á nokkrum sýningum í Prag, New York og Berlín. Hann hefur sett upp sýningar bæði sem listamaður og sýningarstjóri víða á alþjóðlegum vettvangi m.a. fyrir listamenn eins og Andy Warhol o.fl.

Carrithers hefur búið í New York, Los Angeles, London, París, Tokyo, Berlín og Prag. Hann var stofnandi og sýningarstjóri í Skemmti-Herberginu (e. The Muse Room) sem er stærsti listmarkaðurinn í Prag sem er innblásinn fyrir listheiminn í Tékklandi. Hann hefur unnið með hópi tékkneskra og erlendra listamanna, einnig sem hann starfaði með listamönnum í New York sem eru m.a. Keith Haring, Jean-Michel Basquiat og sviðslistarmönnum eins og Ann Magnuson, John Sex, Wendy Wild og Klaus Nomi. Ferill hans spannar yfir þrjá áratugi í listalífi um allan heim. 

Menntun: Columbia University New York, New York. Ljósmyndun, myndlist, kvikmyndir og við rannsóknir: BA (Hons) Fine Art.