MAÓ 927

 

REYKJAVÍKURHÖFN – LÍFÆÐ BORGAR, LÍFÆÐ ÞJÓÐAR

Höfnin hefur frá lokum hafnargerðar verið þungamiðja atvinnulífs í Reykjavík. Þorri bæjarbúa bjó steinsnar frá höfninni, þangað áttu allir erindi og byggðin þróaðist út frá henni. Ysinn við höfnina var mælikvarði á efnahagsástandið í þjóðfélaginu. Í dag býr meirihluti landsmanna svo nálægt Reykjavíkurhöfn, að akstur þangað tekur vart meira en fimmtán mínútur og um höfnina liggur þjóðleið á sjó og landi til allra landsmanna.

SAGA REYKJAVÍKURHAFNAR

Áður en höfnin var gerð var náttúruleg höfn og skipalægi austan við Örfirisey, en verslunarhús höfðu staðið á Hólminum vestan Örfiriseyjar. Skipalægið þótti ekki gott, sérstaklega þegar minni skútur tóku að landa fiski þar á 19. öld, vegna strauma og vegna þess hve opið það var fyrir norðlægum vindáttum. Kaupmenn í Reykjavík höfðu þá reist nokkrar trébryggjur í fjörunni, sem hófst norðan megin við Hafnarstræti, en engin þeirra hæfði fyrir skip vegna grynninga og selflytja varð aflann í land með smábátum. Hafist var handa við hafnargerðina fyrst árið 1913 vegna ótta verslunareigenda í Kvosinni við áform um hafnir annað hvort í Nauthólsvíkí landi Skildinganess (í lögsagnarumdæmi Seltjarnarness) eða í Viðey. Að auki hafði hin náttúrulega höfn austan Örfiriseyjar versnað við að grandinn sem lá út í eynna rofnaði 1902 svo að sjór gekk látlaust yfir. Ofsaveður 1910 þar sem mörg skip slitnuðu upp og skemmdust í hafnarlegunni átti einnig þátt í að þrýsta á um framkvæmdir.

 

Fyrstu framkvæmdirnar miðuðu að því að reisa Grandagarð og gera síðan brimgarð (Örfiriseyjargarður) til austurs frá Örfirisey. Frá austri (frá Batteríinu) var síðan reistur annar garður, Ingólfsgarður, sem kom til móts við hinn og afmarkaði þannig hafnarsvæðið. Lögð varjárnbraut frá Öskjuhlíð að höfninni til að flytja efni til hafnargerðarinnar. Fyrsti hluti hafnarinnar sem lokið var við var Ingólfsgarður og þar var gerð fyrsta bryggjan í Reykjavík sem úthafsskip gat lagst við. Bryggjan var kölluð Kolabryggja. Uppskipun úr flutningaskipum var mest í Austurhöfninni þar sem voru kranar og önnur aðstaða til flutninga. Fljótlega eftir Síðari heimsstyrjöldina varð ljóst að sú aðstaða var of lítil. 1960 hófust framkvæmdir við Sundahöfn sem opnaði fyrsta áfanga árið 1968. Eftir það fluttist öll flutningastarfsemi þangað og Austurhöfnin varð viðleguhöfn, meðal annars fyrir Landhelgisgæsluna.

Í maí 2012 sá Jóhann Sigmarsson í sjónvarpsfréttum að Faxaflóahafnir sf, voru hreinsa á brott ónýta bryggjudrumba vegna breytinga í Reykjavíkurhöfn. Hann velti fyrir sér hvort drumbarnir væru heilir og jafnvel góðir í húsgögnin.

Jóhann fékk drumbana haustið 2012. Síðan hefur hann þurrkað og heflað um fjórðung þeirra með endurvinnslu í huga. Unnt er að nota gegnheilan viðinn til að handvinna húsgögn sem bera fallegan svip. Með endurnýtingu þessara gömlu drumba er stuðlað að umhverfisvernd og auk þess lifnar saga þeirra. Árið 1903 voru þeir nýttir í síldarbryggju sem síðar varð hluti Reykjavíkurhafnar þegar hún kom til sögunnar 1913. Við nánari athugun kemur í ljós að viðurinn mun hafa komið úr þýsku seglskipi sem fórst um 1890 í Faxaflóa. Brakið var dregið til Reykjavíkur og kaupmenn notuðu það í bryggjur. Árhringir trjánna gefa hins vegar til kynna að þau hafi staðið í 200 ár eða lengur þegar þau voru höggvin til skipasmíða.

Drumbarnir eru mjög heilir þótt þeir hafi verið meira en öld í sjónum. Þeir er af rauðviðtegund (e. Pinewood). Rauðviður er barrtré og er meðalaldur þeirra frá 100 -1000 ár. Elsta rauðviðartréið sem hefur fundist er um 4900 ára gamalt. Rómverjar byggðu mikið úr rauðviði og hann var t.d notaður í sökkla á húsum í Feneyjum.

Saga viðarins eykur gildi þess sem unnið er úr honum. Húsgögnin eru einstæð fyrir vikið. Meira en 300 ára gömul tré verða að nytjahlut og sagan er við fingurgóma þess sem snertir þau.