Marteinn Þórsson kvikmyndagerðarmaður mun gera heimildamyndina “SAGAN Á BAKVIÐ SÖGUNA” um Miðbaugs- minjaverkefnið og fylgja því í þessari vegferð sem nú er að hefjast.

Marteinn fæddist í Reykjavík og hefur tvöfaldan ríkisborgararétt á Íslandi og í Kanada. Hann útskrifaðist frá Ryerson University í Toronto, Kanada með B.F.A. gráðu í kvikmyndagerð árið 1993 og 65Kminute film noir – Dagbók um morðingja. Árið 2004 skrifaði hann og leikstýrði ásamt Jeff Renfroe kvikmyndinni ONE POINT 0 með Jeremy Sisto, Deborah Kara Unger, Udo Kier og Lance Henriksen í aðalhlutverkum. ONE POINT 0 var tilnefnd til Grand Jury Prize á kvikmyndahátíðinni í Sundance 2004. Kvikmyndin var síðan seld til 43 landa og vann einnig til verðlauna á hátíðum um allan heim. Variety Magazine setti Martein á lista með 10 leikstjórum til að fylgjast með árið 2004. 

Önnur kvikmyndin hans Rokland (Stormland, 2011) hefur farið víða á hátíðir um allan heim og leikararnir, Ólafur Darri Ólafsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir unnu m.a. til íslensku Eddu verðlaunina fyrir besta leikin í kvikmynd 2011. 

Þriðja kvikmynd hans XL (2013) er mjög umdeild og aftur vann hann með leikurunum Ólafi Darra Ólafssyni og Elmu Lísu Gunnarsdóttur. XL vann leikaraverðlaunin á Karlovy Vary International Film Festival og var tilnefnd til 11 Eddu verðlauna. 

Fjórða kvikmynd hans sem er yfirnáttúrulegur hryllingur “UNA”, er nú á stigum fjármögnunar og er framleidd af Gudruni Eddu Þórhannesdóttur og Duo Productions. 

Marteinn hefur einnig búið til margverðlaunað kynningarefni fyrir Astral Media og annarra netsjónvarpsstöðva í Kanada, auk tónlistarmyndbanda, auglýsinga o.s.frv.

red.line