buying.slaves.havana.cuba

LIVERPOOL- BORG OG ÞRÆLAVERZLUNIN

Höfnin í Liverpool- borg var miðpunktur þrælaviðskipta í heiminum og skip og kaupmenn frá Liverpool réðu þrælasölu yfir Atlantshafið. Borgin og íbúar hennar drógu mikið opinbert og persónulegt fé frá viðskiptunum sem lagði grunninn að framtíðarvexti hafnarinnar. Milli 1700 og 1800 var Liverpool á norður-vestur Englandi ekki mikið meira en sjávarþorp. Höfnin breyttist í eina af stærstu af höfnum veraldar með  þrælaviðskipti og þaðan í almenna viðskiptahöfn. Borgin varð mjög efnuð og mikil stéttaskipting var við lýði á nítjándu og tuttugustu öld . Áætlað var að u.þ.b. 15 milljónir Afríkubúa hafi verið flutt í mannsal til Ameríku milli 1540 og 1850. Skip frá Liverpool- borg voru bundin við alþjóðleg samtök með þrælaviðskipti sem kölluð voru verzlunar þríhyrningurinn og stunduðu þau meira en 40% af allri þrælasölu frá Evrópu.

Arfleifð þrælasölu má enn sjá í kringum Liverpool. Þar eru m.a. nokkrar götur nefndar eftir auðugum útgerðarmönnum þrælaskipa sem högnuðust mjög á ánauð s.s. Penny Lane – sem heitir í höfuðið á James Penny og var gert ódauðlegt í Bítlalaginu um götuna.

Miðbaugs-teymið hefur nú sent beiðni til borgarstjóra og borgarráðs Liverpool- borgar um möguleika á því að gefa efni / rústir frá sögu þrælaviðskipta Liverpool- borgar til verkefnisins sem hægt verður að endurvinna í nytjahluti og listaverk fyrir göfugan málstað frelsis.