children.of.licide.web

 

ÞORPIÐ LIDICE Í TÉKKLANDI

Miðbbaugs- minjahópurinn vinnur nú að því að fá minjar frá  þorpinu Lidice í Tékklandi. Þorpið Lidice taldi 503 íbúa árið 1942 og það hafði verið til í mörg hundruð ár; kannski í þúsund ár. Fyrstu skrifuðu minningar af þorpinu eru frá  1300.

Eftir morðið á Ríkisverndara SS, Reinhard Heydrich í Prag sumarið 1942 gerðu nasistar ljóta aðför að Lidice-þorpinu eftir að maður að nafni Horák í her Tékkóslóvakíu í Bretlandi sem kom frá þorpinu var grunaður um verknaðinn. Gestapo fann út að fjölskylda hans bjó á bæ í þorpinu og hefði eftirvill eitthvað að gera með dauða Heydrich. Þeir leituðu að húsinu, en fundu engin merki þess að fjölskyldan hafði tekið þátt í morðinu á nokkurn hátt. Nasistar vildu blóð og þeir voru ákveðnir í að fá það.

“Fjöldamorðin í Lidice” Mjög snemma morguns 10 júní 1942 skutu myndavélar myndefni án hljóðs af atburðum í þorpinu Lidice á bæ þar sem Horák-fjölskyldan bjó. Bærinn varð að vettvangi hræðilegra fjöldamorða á 173 karlmönnum. Öllum Konum og börnum úr þorpinu var smalað saman í leikfimisal í næsta þorpi. Þremur dögum síðar voru börnin tekin frá mæðrum sínum.

Konurnar voru sendar í dauðabúðirnar á Hrafnabryggju. Börnin, það yngsta eins árs og sex daga gamalt, voru send til Lodz í Póllandi. Þar bjuggu þau í næstu þrjár vikur. Þá komu fyrirmæli um að þau yrðu send á dauða- fangabúðirnar í Chelmno. Börnunum var sagt að afklæðast og að fara í “sturtu” fyrir ferðina. Þau héldu á sápustykki og handklæði á nærbuxum einum klæða. Þeim var hlaðið í lokaðan húsbíl sem hafði verið breytt þannig að púst útblæstri streymdi í hús ökutækisins. Innan átta mínútna voru börnin í bílnum öll látin. Það höfðu verið 105 börn í þorpinu. Sautján börn lifðu stríðið af. Það tók meira en tvö ár að finna fórnarlömb þessara hörmunga og að koma þeim heim eftir stríðslok. Nasistar brenndu og sprengdu nær öll hús í þorpinu, einnig sem þeir rifu kirkjuna og vanhelguðu kirkjugarð þorpsbúa.

Það tók smá tíma fyrir fréttir af Lidice-fjöldamorðunum að berast út um allan heim. Að minnsta kosti fjórir bæir í heiminum heita nú Lidice; og einnig stúlkubörn sem fæðst hafa eftir voðaverkin. Þann 10. júní 1945 vöru friðarhöld haldin í bænum og fylktu sumar þeirra kvenna flokki sem höfðu lifað af fjöldamorðin ásamt sautján börnum. Alls 143 konur og börn komu til síns heima. Árið 1947 hóf tékkneska ríkisstjórnin endurbyggjungu á Lidice sem var u.þ.b. 150 metra frá fyrra þorpi. Rósagarður opnaði í þágu friðar og vináttu í þorpinu þann 19. Júní 1955.