OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Jón Proppé er sýningastjóri fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið og mun vinna náið með listafólkinu að sköpun listaverkanna. Hann mun velja verkin og túlka gripina, jafnframt því að vera ábyrgur fyrir að skrifa sýningaskrár og annað efni sem tengjast kynningu fyrir listasýningarnar.

Jón Proppé (fæddur 1962) lærði heimspeki við Illinois-háskóla í Bandaríkjunum en býr og starfar í Reykjavík. Hann hefur skrifað mikið um menningu og listir, hundruð sýningarumfjallana, greina og bókakafla, auk texta í á annað hundrað sýningarskráa hér á Íslandi, á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur líka stýrt sýningum fyrir söfn og aðrar stofnanir á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Hann hefur gegnt ýmsum opinberum ábyrgðarverkefnum, starfað að bókaútgáfu, bæði sem ritstjóri og hönnuður, kennt við Listaháskóla Íslands og víðar, haldið fyrirlestra og leitt ráðstefnur, auk þess sem hann hefur komið að gerð margra heimildamynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Jón er einn fjórtán höfunda að Íslenskri listasögu á tuttugustu öld sem út kom í fimm bindum árið 2011.