jonni.bordar

Jóhann Sigmarsson / Ferilsskrá 

Lista- og kvikmyndagerðarmaðurinn Jóhann Sigmarsson er fæddur í Reykjavík 1969. “Óskabörn Þjóðarinnar er hans þriðja kvikmynd í fullri lengd. Ein Stór Fjölskylda er önnur og Veggfóður er frumburðurinn hans, en hún er ein af vinsælustu kvikmyndum sem gerðar hafa verið á Íslandi. Ferill hans byrjaði 1988 hjá sjónvarps-kvikmyndagerðinni + Film ehf. Frá 1988 – 2002 hefur Jóhann komið að 500 – 600 tónlistarmyndböndum, sjónvarpsþáttum, stuttmyndum og kvikmyndum. Hann hafði vinnustofu í Reykjavík frá 1989 -1992 þar sem hann málaði og skapaði járnskúlptúra. Jóhann byrjaði að skrifa Eina Stóra Fjölskyldu, ásamt því að stofna Stuttmyndadaga í Reykjavík 1992. Hugmyndin var að skapa vettvang fyrir unga kvikmyndagerðarmenn sem gætu sýnt verk sín og deilt hugmyndum með reyndari kvikmyndagerðarmönnum, ásamt því að skapa meiri áhuga á kvikmyndagerð almennt meðal ungs fólks. Þar hafa nokkrir af okkar yngri kvikmyndagerðarmönnum stígið sín fyrstu skref sem síðar hafa rakað inn verðlaunum á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum fyrir stutt- og kvikmyndir sínar, þ.á.m. Un Certain Regards í Cannes. Jóhann var heiðraður fyrir að hafa sett á stofn Stuttmyndadaga í Reykjavík af mennta- og menningarmálaráðherra árið 2001.

 

Fyrir aðra kvikmyndina í fullri lengd ”Ein Stór Fjölskylda” er Jóhann handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri. British Film Institute “kvótaði” að kvikmyndin væri ein af mikilvægustu “költmyndum” sem gerð hafi verið í íslenskri kvikmyndagerð. Hann kláraði þriðju kvikmynd sína í fullri lengd “Óskabörn Þjóðarinnar” árið 2000. Handritið var styrkt af Evrópska Handritssjóðnum og kvikmyndasjóði Íslands fyrir gerð kvikmyndarinnar. Myndin er sú eina í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar sem skartar öllu kvikmyndagerðarfólkinu sem útnefnt hefur verið til Óskarsverðlaunanna frá Akademíunni frá upphafi. Jóhann hefur alltaf gefið út tónlistina úr kvikmyndunum sínum með hinum ýmsu hljómsveitum og tónlistarmönnum undir merkjum Smekkleysu. Kvikmyndir hans hafa farið víða á kvikmyndahátíðir um allan heim og verið dreift í kvikmyndahús, sýndar á sjónvarpstöðvum, komið út á myndböndum og mynddiskum alþjóðlega. Jóhann var meðstofnandi að Kvikmyndafélagi Íslands ehf 1991. Hann framleiddi síðustu kvikmyndina sína Óskabörn Þjóðarinnar undir Íslensku Kvikmyndasamsteypunni ehf. Jóhann Sigmarsson bjó í Berlín frá 2001 – 2011 þar sem hann vann m.a að kvikmyndahandritunum, Gentleman Alone, Skarð og Kaleikur. Öll þrjú handritin eru kvikmyndir í fullri lengd sem eiga eftir að fara í framleiðslu. Þau eru styrkt af Nipkow sjóðnum sem styrktur er frá Evrópusambandinu, Kvikmyndasjóðnum í Berlín Brandenburg, Norræna kvikmynda & sjónvarpssjóðnum.

 

Menntun:

1985 – 1986 – Iðnskólinn í Reykjavík – Grunndeild Málmiðnaðar

1986 – 1987 – Iðnskólinn í Reykjavík – Tækniteiknun
1988 – 1990 – Myndlistaskólinn í Reykjavík – Málun og listasaga.

Einka og samsýningar:

1992 – 900 teikningar og myndsöguborð á Mokka Reykjavík, einkasýning.

2011 – Hugmyndir fyrir samsýningu, End of Psüch Galerie Melike Bilir í Hamburg
2012 – Fuglinn í Fjörunni – Hamfarir og spjöll í náttúrunni. Dauði Sýningarsalurinn í Reykjavík, einka sýning
2013 – Listin að vera Íslendingur. (e. The Art of Being Icelandic) Samsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Samstarfsverkefni við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Handunnin og sérhönnuð húsgögn úr endurnýttum við úr Reykjavíkurhöfn sem byggð var á milli 1913-1917.
2013 – Saatci Gallery – “Hægindastóll – Handverk” Vöruheiti: Andagjöf (e. The Gift of the Spirit) eftir Jóhann Sigmarsson. Stóllinn var valin á WAN The World Interiors News Annual Awards 2013.
2014 – Hægindastóllinn; Andagjöf (e. The Gift of the Spirit), fékk viðurkenninguna “Runner-up for A’Design Award” og skrifborðið, EitthvaðYfir (e. SomethingRegal) eftir Jóhann Sigmarsson var valið “A’Design Winner” í flokki húsgagna á The A’Design Award & Competition, alþjóðlegri hönnunarkeppni í Mílanó.
2014 – Broletto di Como, Piazza Del Duomo, 22100, Como á ítalíu – samsýning. 

Stofnun, meðstofnun fyrirtækja og annarra samtaka eða hátíða:

1991 – Meðstofnun Kvikmyndafélags Íslands ehf
1992 – Stofnun Stuttmyndadaga í Reykjavík
1992 – Meðstofnun og verndari, Hitt Húsið. Hitt Húsið var opnað árið 1991, menningar- og upplýsingarmiðstöð þar sem ungu fólki er veitt ýmis aðstoð og ráðgjöf, t.d. ráðgjöf til að koma hugmyndum sínum til framkvæmdar.
1992 – Meðstofnun, Óháða Listahátíðin í Reykjavík
1997 – 2000 – framleiðandi fyrir Íslensku Kvikmyndasamsteypuna ehf
2001 – Stofnun SR ehf
2013 – Stofnun 40.074KM ehf
2013 – Frumkvöðull af Miðbaugs- minjaverkefninu, alþjóðlegu farandverkefni listamanna.

 

Kvikmyndir í fullri lengd:
1992 – Veggfóður / handritshöfundur, annar leikstjóri, framleiðandi

1995 – Ein Stór Fjölskylda / handritshöfundur, leikstjóri, framleiðandi
2000 – Óskabörn Þjóðarinnar / handritshöfundur, leikstjóri, framleiðandi

Kvikmyndaverkefni í fullri lengd í undirbúningi:
Gentleman Alone / handritshöfundur, leikstjóri

Skarð / handritshöfundur
Kaleikur / handritshöfundur

40074km.web.isl