oslo

 

HRYÐJUVERKAÁRÁSIRNAR í NOREGI

Miðbaugs- minjaverkefnið í samvinnu við Menntamálaráðuneyti Noregs og Ríkiseignir & framkvæmdir  Noregs  fékkst leyfi til að nýta efni frá rústum úr Höfuðstöðvum Norsku Ríkistjórnarinnar  sem eyðilagðar voru í hryðjuverkaárásum Anders Behring Breivik 2011.

Hryðjuverkaárásirnar (einmana úlfur) í Noregi þann 22. júlí 2011 voru tvær gegn norskum stjórnvöldum í Osló og í Útey á óbreyttum borgurum og launafólki, Youth League í sumarbúðunum. Alls fórust 77 manns í árásunum. Sprengju var komið fyrir í bíl í Osló Sprengjan var gerð úr blöndu af áburði og olíu og sett í skottið á bíl. Bíllinn var settur framan við byggingu skrifstofu forsætisráðherra Jens Stoltenberg og önnur húsnæði á vegum noskra stjórnvalda. Sprengingin drap átta manns og særði að minnsta kosti 209 manns, tólf alvarlega. í Útey voru 69 manns, aðallega unglingar, skotnir til bana í hryðjuverkaárás hægriöfgamannsins Anders Behring Breivik sem var dulbúinn sem lögreglumaður.

Það var ákveðið að gefa efni í verkefnið til að endurvinna það í listmuni og nytjahluti. Við viljum undirstrika í raun tilgangsleysi og íllgirni hryðjuverka sem bitnar á saklausu fólki. Listhópurinn mun vinna nokkur samtvinnuð verk úr rústunum í samvinnu við norska listamenn.