gunnar.contrast

 

Gunnar Gunnarsson hagfræðingur er framkvæmdastjóri fyrir Miðbaugs- minjaverkefnið og mun koma saman faghópi íslenskra fjárfesta til að framfylgja fjármagnshlut Íslands samkvæmt kostnaðaráætlun. Hann hefur einnig umboð fyrir að selja safngripi / húsgögn úr yfir 100 ára gömlum við frá Reykjavíkurhöfn. 

Gunnar fæddist árið 1971 í Reykjavík. Frá árinu 2008 hefur hann starfað sem hagfræðingur fyrir Seðlabanka Íslands á Hagfræði og peningastefnusviði bankans. Vinna hans fyrir seðlabankann felur í sér að vinna með hópi hagfræðinga að gerð þjóðhagsspáa. Starfið felur einnig í sér að hitta aðra óháða aðila eins og t.d. Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Áður en hann hóf störf hjá seðlabankanum starfaði hann hjá fjármálaráðuneytinu við svipuð störf og hjá seðlabankanum. Hann starfaði sem hagfræðingur BSRB í fjögur ár. Helsta verkefnið þar var þátttaka í kjarasamningsviðræðum. Hann situr nú í stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF). Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og með M.Sc. gráðu árið 2006 frá sama háskóla.