gryla.web2

GRÝLA / VENUS

“Venus og Grýla eru tengdar andstæður. Hugmyndin um Venus kallar á Grýlu og sú síðarnefnda kallar á hugmyndina um Venus. Myndverkið “Handrit af Grýlu” hugsaði ég sem skoðun í skilaboðum úr tímaritum sem stýra og móta kvenímyndina bæði hvað varðar lífsstíl og útlit hennar. Ég geng út frá því að hluti af þeim skilaboðum og stýringu á neyslu og sjálfsmynd neytandans virki eins og Grýla á lesandann í birtingarmynd Venusar. Ég geng út frá því að neytandinn upplifi milda ofskynjun á eigin líkama eftir að hafa meðtekið skilaboð kvenímyndarinnar, þau skilaboð sem stýra og hvetja neytandann til að breyta og lagfæra líkama sinn.