gulag-part-2

 

FANGA- ÞRÆLKUNARBÚÐIRNAR GULAG

Miðbaugs- minjaverkefnið vinnur nú að því fá efni frá fyrrum Sovésku fangabúðunum sem kenndar eru við Gulag til að endurnýta í listaverk.

Gulag var ríkisstofnun sem stjórnaði kerfi helstu nauðungarvinnu Sovétríkjanna á Stalín-tímabilinu frá 1930 til 1950. En vinnubúðirnar voru fyrir dæmda fanga allt frá smá glæpamönnum til pólitískra fanga. Um 14 milljónir fanga voru í Gulag þrælkunarbúðunum frá 1929-1953. Sex til sjö milljónir fanga voru fluttir í útlegð á afskekktum svæðum í Sovétríkjunum og fjórar til fimm milljónir fanga voru í vinnu á nýlendum. Lífið í búðunum var strangt með óteljandi tilskipunum og bönnum. Skilyrðin voru kúgandi og lífshættuleg. “Hreinsanir Stalíns” voru atburðir sem höfðu meiri áhrif á alla síðari umræðu um sovéska sögu en önnur tíðindi frá Sovétríkjunum. Sú bylgja pólitísks ofbeldis sem reið yfir sovéskt samfélag á fjórða tug aldarinnar varð mjög til að sverta ímynd Sovétríkjanna en jafnframt hefur hún alla tíð verið sagnfræðingum sem öðrum bæði deiluefni og ráðgáta.