LISTASÝNINGAR

pass-the-word

Hinn 28. júní 2013 var opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur sem bar heitið The Art of Being Icelandic. Sýningin, var samstarfsverkefni Ráðhúss Reykjavíkur, Bókmenntaborgar UNESCO og Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Á sýningunni var  sjónum beint að íslenskum bókmenntum í þýðingum en umgjörð hennar var íslensk hönnun. Jóhann Sigmarsson sýndi þar handunnin húsgögn úr drumbum úr gömlu Reykjavíkurhöfn. Öll húsgögn hans seldust á sýningunni. Vel hefur verið fjallað um þau í fjölmiðlum og njóta þau almennt hylli fólks.

 

s51

Jóhanni Sigmarssyni var boðið að sýna hægindastólinn, Andagjöf (e. The Gift of the Spirit) á sýningu í tengslum við The World Interiors News Annual Awards 2013, alþjóðlegakeppni í arkítektúr sem er hluti af The World Architecture News.

Verðlaunaafhendingin var í Saatchi Gallery í London 28. nóvember 2013. Saatchi Gallery er nú talið eitt af þremur virtustu sýningasölum í heimi. The World Architecture News (WAN) er af eitt af stóru alþjóðlegu samtökunum á þessu sviði.

a.g.dixon

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Andrew Graham-Dixon listfræðingur                                                                                                                              

og menningar-blaðamaður var kynnir kvöldsins.

(Frá verðlaunaafhendingu í Saatchi Gallery). desk.side.contrast.winner2

Í desember 2013 voru húsgögnin; hægindastóllinn, Andagjöf (e. The Gift of the Spirit), og skrifborðið, EitthvaðYfir (e. SomethingRegal) valin  á The A’Design Award & Competition, alþjóðlega hönnunarkeppni í Mílanó. Í april 2014 tilkynnti keppnin að hægindastóllinn hefði fengið viðurkenninguna “Runner-up for A’Design Award” og skrifborðið sé “A’Design Winner” í flokki húsgagna.

 

Markmiðið er að hafa 8 listasýningar í evrópu til loka október 2019 og nokkrar að auki í öðrum heimsálfum eftir það. Við höfum sett okkur í samband við eftirfarandi söfn og sýningarsali til að vinna með að sýningum verkefnisins;

harpa.mynd

 

Harpa tónlistar-og ráðstefnuhús í Reykjavík sýnir safn af listmunum frá Miðbaug- minjaverkefninu í samstarfi við Japanska sendiráðið á Íslandi með opnun þann 15. desember 2016 næstkomandi af Forseta Íslands, Hr. Guðna Th. Jóhannessyni, þegar að formlega eru liðin 60 ár frá upphafi stjórnmálasambands Íslands og Japans. Yfirbragð sýningarinnar verða listgripir úr efni frá þakflísum úr Genbaku Dome helsta kennileiti Hiroshima-borgar, ásamt öðrum listaverkum úr efni frá á yfir 100 ára gömlum drumbum frá Reykjavíkurhöfn og sögulegar upplýsingar um uppruna þeirra.

Við höfum sent formlegt erindi fyrir listasýningu á safni listgripa frá Miðbaugs- minjaverkefninu til Þjóðlega Drottningar- Listasafnsins í Madríd / Museo Nacional Centro de Arte Reina Sofia in Madrid með opnun þann 26. apríl 2017, þegar það eru 80 ár síðan loftárásirnar voru gerðar á Baska-bænum Guernica þann 26 apríl 1937 í spænsku borgarastyrjöldinni. Loftárásirnar voru taldar einar af fyrstu árásum á varnarlausa borgara með flugher sem þá var útbúinn nýjustu tækni. Loftárásirnar voru umfjöllunarefni í málverkinu Guernica sem var málað gegn stríði eftir heimsfræga- listamanninn Pablo Picasso og er varanlega til sýnis á safninu sem nefnt er í höfuð hennar hátignar Sofíu drottningu á Spáni. 

 

saatchi.gallery

Fyrirhuguð er listasýning í SAATCHI GALLERY í London á safni listgripa frá Miðbaugs- minjaverkefninu með opnun til heiðurs 21 afmælis á Alþjóðlega Friðardeginum 17. nóvember 2017. Áætlað er að sýningin endi með frelsis máltíð og uppboði á listgripum á 31 afmælis á Alþjóðlegum Degi vegna Afnáms Þrælahalds, 2. desember.

Haft hefur verið samband við Kvikmyndahátíðina í Berlín / Internationale Filmfestspiele Berlin vegna samvinnu á verkefninu. Hugmyndin er að halda málsverð í minningu friðar á Nýlistasafninu í Berlín / Neue Nationalgalerie, Staatliche Museen zu Berlin með uppboði á listgripum verkefnisins sem að munu renna í sjóð til góðgerðar og mannúðarmála. Heimildarmyndin Sagan á Bakvið Söguna /The Story Behind History um Miðbaugs- minjaverkefnið yrði heimsfrumsýnd á hátíðinni í febrúar 2018. Það yrði í tengslum við listasýningu verkefnisins á Nýlistasafninu í Berlín / Neue Nationalgalerie sem yrði opnuð þann 11 desember 2017 þegar að 60 ár eru liðin frá því að austur Þýskaland setti í lög að óheimilt yrði með öllu fyrir fólk austantjalds að fara yfir til vesturs eftir 11 desember 1957. 

Við höfum óskað eftir sýningu í Stedelijk Museum Amsterdam,, 1 apríl 2018 til heiðurs Wangari Muta Maathai sem varð fyrsta konan frá afríku til að fá Friðarverðlaun Nobels fyrir framlag sitt til umhverfismála, náttúruverndar, gróðursetningu og til kvenréttinda. Áætlað er að sýningunni ljúki á Alþjóðlega Umhverfisdeginum / World Environment Day 5 júní. 

Samstarfshópurinn hefur einnig óskað eftir sýningu á safni listgripa í Nobel Peace Centre í Osló 22 júly 2018, þegar eru 7 ár liðin frá hinni hræðilegu hryðjuverkaárásum hægriöfgamannsins Anders Behring Breivik á Norsku Stjórnarráðsbyggingarnar og í Útey

 

unesco

 Miðbaugs- minjaverkefnið í samvinnu við alþjóðlegu UNESCO stofnunina mun sýna safn á listmunum verkefnisins í höfuðstöðvum UNESCO í París. Hugmyndin er að hafa sýninguna fyrir mikilvægi umhverfis, réttlætis, frelsis og friðar með opnun á alþjóðlegum degi án ofbeldis / International Day of Non-Violence þann 2 október 2018 og afmælisdegi Mahatma Gandhi. Við viljum einnig halda málsverð í þágu friðar og uppboð á listgripum Miðbaugs- minjaverkefnisins 10 desember í heiðri þess að 70 ár eru liðin síðan að Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti Mannréttindayfirlýsingu að æðsta markmiði almennings um allan heim 1948. Sýningin endar á alþjóðlegum friðardegi í heiðri hátíðleika Maríu móður Guðs á jörð 1 janúar 2019 með gjöfum til góðgerðar og mannúðarmála á heimsvísu frá því sem safnast hefur í sjóð vegna sölu listaverka Miðbaugs- minjaverkefnisins og listamaana þess.