OLYMPUS DIGITAL CAMERA

David Walker listamaður frá London sem skapar lit-sprengju-andlitsmyndir með málningarúða í formi götulistar. Verk hans eru sköpuð án þess að séu notaðir stenslar eða penslar og verk hans eru oft skipt í litum sem eru látnir leka eða með blandaðri tækni. Flest verk hans eru andlitsmyndir af konum og er mjög mikilvægt að hafa í huga að þær eru hjúpaðar af lit, hreyfingu og tilfinningum. Andlitsmyndirnar eru oft skapaðar utandyra á stórum veggjum og hvetja þær það mikilfenglegasta fram í hverju verki. Samkvæmt honum eru andlitsmyndirnar af konunum sem taka þátt oft stolið frá ljósmyndum úr tímaritum eða af vefsíðum. Hann stefnir á að vinna meira með óþekktu fólki og konum sem hann hefur sjálfur ljósmyndað í gegnum tíðina.

Upphaflega vann Walker aðeins með svörtum, hvítum og bleikum litum þar sem þeir voru miklu ódýrari litir. Þetta gerði honum einnig kleift að einbeita sér að einstaklingum með og án lita. Einn daginn fann hann kassa af ónotaðri úðamálningu með ýmsum litum í stúdíóinu sínu. Hann reyndi að gera tilraunir og fannst það gagnlegt að sýna alla liti í einu. Ekki var þessi uppgötvun aðeins skemmtileg og spennandi stund fyrir hann. Það hjálpaði honum einnig að leiða hann að núverandi starfi sínu.

David Walker hefur mikla færni og er mjög nákvæmur. Hann býr yfir framúrskarandi úðatækni sem hann getur stjórnað til að búa skugga, línur og áferð í verkin sín. Hann dregst inn í þá hugmynd um að skapa fallega áferð úr ló-brow-efnum og aðferðum. Hann vill koma athygli á götulista-heiminn með því að mála með aðeins úðamálningu. Þó Walker hafi aðeins verið að mála í nokkur ár þá hefur orðspor hans á meðal götulistamanna verið undravert. Síðan að hann byrjaði að vinna að götulist hefur hann byggt upp mjög sterkan aðdáendahóp um allan heim. Sumar af þeim borgum sem hann hefur skapað verk sín í eru New York, Hong Kong, Bali, Lissabon, Berlín og margir aðrar. Fyrsta stóra sólósýningin hans var í “Brides on Fire” sem kynnt var á Rock & Raven Gallerýinu í janúar 2012.

Það er mikilvægt að hafa í huga að fyrsta starf David Walkers var að búa til boli og hanna þá fyrir The Prodigy, bresku raftónlistamennina. Þetta var honum frábær innblástur til að vinna með ýmislega hönnun og að lokum til að vinna að eigin götuklæða-merki “Subsurface”. David Walker er reglulegur gestur í senu samtíma-listalífsins. Á þessum tímum hafa verk hans orðið mjög miklir safngripir.

red.line