69F0E9A6-352C-4606-AAFC-CEE1B22AD2CA_cx0_cy5_cw0_mw1024_s_n_r1

 

BÚDDARNIR frá BAMIYAN-DAL

Búddarnir af Bamiyan voru tvær styttur byggðar 6. öld sem ristar voru inn kletta í Bamyan-dal í Afganistan, norðvestur af Kabúl. Stytturnar eru blandaður stíll frá Gandhara-list. Þær voru meitlaðar beint í klettana og voru gerðar úr leir, leðju sem var blandaður með hálmi.

Búddarnir voru sprengdar og eyðilagðar af Talíbönum undir stjórn Mullah Mohammed Omar, leiðtoga eftir að Talíbanska ríkisstjórnin lýsti því yfir að stytturnar væru líkneski. Stytturnar voru eyðilagðar með dýnamíti á nokkrum vikum í mars byrjun 2001. Upphaflega voru stytturnar skotnar með byssum og sprengjuflaugum, en þegar að það dugði ekki til létu þeir menn síga í þær og setja sprengiefni í holur á styttunum. Eftir eina sprenginguna náðu þeir að afmá lítinn part af andliti á einum búddanum sem var fylgt eftit með flugskeyti sem gerði stórt gat í steinhöfuðið. Talíbanski sendiherrann Sayed Rahmatullah Hashemi sagði að eyðilegging á styttunum hefði verið ákveðin og framkvæmd eftir að höfuðstjórn þingsins sagði sænska sérfræðinga hafa lagt til að endurgera höfuð styttunnar. Hashimi spurði þá hvort það væri ekki nær að veita fé í að fæða börnin í stað þess að nota það í styttur? Þeir sögðu að peningarnir væru bara fyrir styttur en ekki fyrir börn. 

Hins vegar tjáði sendiherrann sig ekki um það afhverju að Talibanar hefðu ekki getað notað peningana sem þeir hefðu getað fengið fyrir styttunar í að fæða börnin, þegar að erlent safn hafði boðist til þess að kaupa þær og færa þær til?

Eyðilegging af Búddunum frá Bamiya-dal var framkvæmd þrátt fyrir mótmæli frá alþjóðasamfélaginu hafi átt sér stað. Framkvæmdastjóri UNESCO, Hr. Koichiro Matsuura kallaði eyðilegginguna “Glæp gegn menningu”. Eftir eyðingu á styttunum voru 50 hellar sem komu í ljós á svæðinu. Í 12 af þessum hellum voru fornar veggmyndir uppgötvaðar.