bird2FUGLINN Í FJÖRUNNI

Umhverfis hamfarir eru hörmung við náttúrulegt umhverfi vegna athafna mannsins. Áhrif breytinga mannsins á vistkerfi jarðar getur leitt til langvarandi afleiðinga. Orsakir eru t.d. mengun og eyðing auðlinda sem geta haft áhrif á landbúnað, fjölbreytni lífríkis, dauða dýra og plantna, efnahagslífið og alvarlegar raskanir á lífi eða dauða fólks. Verkið er tákn fyrir umhverfisvernd og lýsi ég umhverfis hörmung í málverka skúlptúr, þar sem olíumengaður úrgangur hefur lekið í sjóinn og sýkt fuglinn í fjörunni. Það vekur jafnframt upp mjög sterkar hugsanir um umhverfið sem okkur ber að gæta. Verkið er 120x60cm og eru blönduð tækni á við í járn ramma.