lotta.photogr

Aasa Charlotta Ingerardóttir ljósmyndari hefur bæði íslenskan og sænskan ríkisborgararétt. Hún hefur eytt jafn mörgum árum í Svíþjóð og á Íslandi. Hún bjó í Saudi Arabíu um tíma og sótti heimavistarskólann (s. Sigtunaskolan Humanistiska Laroverket). Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut 1992. Frá 1991 til 1995 starfaði hún við tívolí í Stokkhólmi m.a. við að stjórna rússíbana, parísarhjóli og klessubílabraut. Hún starfaði á hótelum á skíðasvæðinu í norður Svíþjóð. Í gegnum árin hefur hún alltaf tekið ljósmyndavélina sína meðferðis á ferðum sínum um heiminn. Hún varði alltaf sínum frítíma í myrkrakompunni eftir skóla þegar að hún var í textildeild, í gömlu handverki og list í Samfélags- Háskólanum í Svíþjóð, (e. Adult Community College). Árið 1995 ætlaði hún að fara til Parísar eftir að hafa lært frönsku í fimm ár, en hún fór til Íslands í staðinn og lærði íslensku í eitt ár í Háskóla Íslands, auk þess að hafa tekið nokkur námskeið í textildeild í Iðnskólanum í Reykjavík. Hún tók fjögur námskeið í þýsku á framhaldskólastigi við Ármúla. Hún hefur unnið á hótelum, veitingahúsum, á leikskóla og séð um ellilífeyrisþega, áður en hún flutti í sveitina og fór að vinna við búskap.

 

Aasa Charlotta hefur fylgt verkefninu frá upphafi og tekið ljósmyndir af ferlinu allt frá fyrstu spýtu. Hún hefur tekið ljósmyndir í yfir tuttugu ár. Hún mun halda áfram að mynda heimildina í samvinnu við Miðbaugs- listhópinn. Hún hefur verið með í uppbyggingu á 40.074KM EHF alveg frá byrjun og er meðfrumkvöðull að Miðbaugs- minjaverkefninu.

red.line