hiroshima

 

HIROSHIMA-BORG

Miðbaugs- minjaverkefnið hefur fengið leyfi til að nýta minjar til að endurvinna og skapa listaverk frá Hiroshima-borg í Japan sem tengjast kjarnorkuárás Bandaríkjamanna árið 1945. Japanska sendiráðið á Íslandi og Hr. Tatsukuni UCHIDA konsúll voru okkur innan handa um leyfisveitingu minjanna.

Við munum vinna minjarnar í samvinnu við japanska listamenn. Gjöfin til verkefnisins eru 20 steinar úr þakinu frá dómkirkjunni Genbaku í Hiroshima-borg. Kjarnorkusprengjan sprakk fyrir framan kirkjuna ofan jarðar og steinarnir fundust yfir 30 árum seinna í ánni Motoyasu. Blómið Oleander er nú táknmynd fyrir Hiroshima borg þar sem það var fyrst til að blómgast eftir sprenginguna 1945. Hópurinn mun einnig skapa blómið úr steinunum og kynna nýtt friðartákn fyrir umheiminum.

Um haustið í Hiroshima var það sagt “Í Sjötíu og fimm ár ekkert fær að vaxa” 

Nýjir rósarhnappar urðu til. Gróðurinn lifnaði aftur. Við rústirnar og hörmungarnar. Fólk jafnaði sig.

Lífsvonir þeirra og hugrekki.